Monsters, Inc 2 tekur á sig mynd

Vitað hefur verið í nokkurn tíma að Pixar hygðist gera framhald að teiknimyndinni vinsælu Monsters, Inc eða Skrímsli hf. Á ráðstefnunni CinemaCon staðfesti kvikmyndaverið að myndin muni bera heitið Monsters University og eiga sér stað fyrir atburði fyrri myndarinnar.

Billy Crystal og John Goodman, sem fóru með hlutverk félaganna Mike og Sully, munu snúa aftur og segja söguna af því hvernig þeir tveir félagar hittust. Eins og nafnið gefur til kynna er það í sérstökum skóla sem kennir ungum skrímslum hvernig skuli hræða, en í fyrstu verða þeir alls ekki góðvinirnir sem við sáum í Monsters, Inc.

Samkvæmt Pixar mun Monsters University koma í kvikmyndahús í nóvember árið 2012, þá sjálfsögðu bæði á hefðbundnum tjöldum sem og í 3D sem er alltaf jafn æðislegt og skemmtilegt og frábært.

– Bjarki Dagur