Modern Family hliðarsería á leiðinni?

rob riggleHin geysivinsæla gamanþáttasería Modern Family sem hefur fengið fjögur Emmy verðlaun sem besta gamanþáttasería í sjónvarpi, gæti verið að fá hliðarseríu ( spinoff).

Samkvæmt Deadline vefnum þá hafa aðstandendur þáttanna og sjónvarpsarmur 2oth Century Fox kvikmyndafyrirtækisins hist á fundum upp á síðkastið til að ræða hliðarseríuhugmyndir.

Lítið er vitað um málið í sjálfu sér, enda á frumstigi, en ein hugmynd er að byggja hliðarseríu á gestapersónu í þáttunum sem leikin er af Rob Riggle, en persónan hefur komið við sögu í síðustu tveimur þáttaröðum.

Aðalframleiðendur Modern Family, þeir Paul Corrigan og Brad Walsh, hafa forystu í málinu en þeir myndu sjá um handritaskrif og framleiðslu.

Modern Family er nú á sínum fimmta vetri í sýningum.

Persónan Gil Thorpe, í túlkun Riggle, er besti fasteignasali í suðurhluta Kaliforníu, og er keppinautur fjölskylduföðurins Phil Dunphy, sem Ty Burrell leikur. Riggle réð eiginkonu Phil, Claire, sem leikin er af Julie Bowen í vinnu á tímabili.  Thorpe er frekar groddalegur í yfirbragði, og hefur tilhneigingu til að bæta nafninu sínu inn í orð, eins og Thorpedoed og Gil Pickles.

Corrigan og Walsh, hafa verið í handritsteymi þáttanna síðan prufuþáttur Modern Family var gerður í upphafi, en þeir kynntust í kvikmyndadeild New York háskóla.

Þeir skrifuðu m.a. einn af tveimur Modern Family þáttum þar sem Riggle kemur við sögu, Career Day.

 

Stikk: