Líf Vergara í sjónvarp

sofia vergaraNýir sjónvarpsþættir, Raising Mom, byggðir á lífi og reynslu Modern Family stjörnunnar kolombísku Sofia Vergara af því að vera móðir og uppalandi, eru á leið í framleiðslu.

Gail Mancuso, sem fékk á dögunum Emmy sjónvarpsverðlaunin bandarísku fyrir leikstjórn sína á Modern Family þáttunum, mun leikstýra þáttunum. Raising Mom sækir innblástur í reynslu Vergara af því að ala ein upp son sinn, og segir frá ungri einstæðri móður og 21 árs gömlum syni hennar, en þau uppgötva að þau hafa náð bara fínum árangri í að ala hvort annað upp. En núna er komið að því að þau hætti að stóla jafn mikið á hvort annað og verði sjálfstæðari hvort um sig.

Hugmyndina að þáttunum fékk framleiðandinn Luis Balaguer eftir að hafa fylgst með sambandi mæðginanna, Vergara og Manolo, í þau 20 ár sem Baluger hefur unnið með leikkonunni.