Minecraft talar við Carell

Steve-Carell-001Minecraft tölvuleikurinn nýtur mikilla vinsælda og Hollywood er löngu búið að átta sig á því, en nokkuð er síðan ákveðið var að gera kvikmynd byggða á tölvuleiknum. Framleiðsla myndarinnar hefur þó ekki gengið mjög hratt fyrir sig.

Í dag komu þó nýjar fréttir þegar sagt var frá því að Office leikarinn Steve Carell, ætti í viðræðum um að taka að sér aðalhlutverk í myndinni, en hann yrði þar með fyrsti leikarinn til að ganga til liðs við myndina.

Leikstjóri verður Rob McElhenney, og handrit skrifar sá sami og gerði handrit Wonder Woman, Jason Fuchs.

Söguþráður er enn á huldu, en engin takmörk eru í raun fyrir því um hvað myndin gæti verið, enda snýst leikurinn um að spilarar byggja allskonar byggingar úr kubbum og berjast við verur sem birtast að kvöldi til … að mestu.

Stefnt er að frumsýningu myndarinnar árið 2019. Carell sést næst í hinu sannsögulega tennisdrama Battle of the Sexes. Frumsýningardagur þeirrar myndar er  þó enn ekki fastsettur.

mindcraftxboxone