Það eru líklega margir sem ætla sér að hagnast á dauða Jacksons en meðal þeirra er AEG Live, þeir sem sáu um að skipuleggja London túrinn hans. Þeir tóku upp meira en 100 klst af efni og hyggjast nota það í til að búa til bíómynd um kappann. Á meðal þess sem var tekið upp voru viðtöl, æfingar og „mini“ myndir í þrívídd sem átti að varpa upp á skjá meðan lögin voru sungin.
Orðrómur var uppi að Johnny Depp myndi leika Michael Jackson í leikinni mynd um hann, en Depp hefur neitað þeim orðrómi.
Maður spyr sig samt, væri Jackson enn á lífi ef hann hefði ekki verið píndur til að fara í þennan síðasta túr ?

