Mennirnir fá á baukinn

Kvikmyndin Strays, sem kom í bíó um helgina hér á Íslandi, er dýrslega fyndin samkvæmt breska blaðinu The Guardian, þar sem einn af fyndnustu mönnum Hollywood, Will Ferrell, er fremstur í flokki talandi hunda. Myndin fær fjórar stjörnur af fimm mögulegum.

Með Ferrell er annar stórleikari Jamie Foxx, en myndin fjallar um það þegar vanræktur hundur hefnir sín á ruddalegum eiganda sínum, sem leikinn er af Will Forte.

Eins og gagnrýnandi The Guardian, Peter Bradshaw, bendir á þá kenndu sætu talandi svínin í Babe okkur að dást að alvöru dýrum með talandi tölvugerða munna. Bradshaw var ekki eins heillaður og margir af útkomunni í Babe en segir að hér, þar sem fylgst er með fjórum hundum með strigakjaft í magnaðri hefndarför, hafi honum snúist hugur. Þú trúir því að hundur geti talað, segir hann, – og verið ótrúlega móðgandi og illyrtur.

Strays (2023)

Ekki aðgengileg á veitum á Íslandi
Rotten tomatoes einkunn6.3

Þegar auðtrúa hundurinn Reggie er yfirgefinn á götum úti af eigingjörnum og miskunnarlausum eiganda sínum Doug, dýrahatandi eiturlyfjafíkli sem aldrei vildi hann, gengur hann í lið með öðrum flækingshundum til að hefna sín á Doug. ...

Hann segir að hér hafi handritshöfundurinn og framleiðandinn Dan Perrault og leikstjórinn Josh Greenbaum, búið til glaðværa en móðgandi gamanmynd um flækingshunda á ferð um Bandaríkin, og allir burðist þeir með sína sorgarsögu.  

 

Babe (1995)

Aðgengilegt á Íslandi
Rotten tomatoes einkunn6.9
Rotten tomatoes einkunn 97%
The Movie db einkunn6/10

Babe fjallar um lítinn grís sem horfir á þegar mamma hans hlýtur sömu örlög og allir hafa hlotið svo lengi sem elstu svín muna; sett upp á vörubílspall og ekið í burtu. Svo er farið með litla grísinn hennar mömmu sinnar á markaðinn í sveitinni. Þar sjá forlögin til þess að...

Hlaut Óskarsverðlaun fyrir bestu tæknibrellur, var einnig tilnefnd fyrir besta leikara í aukahlutverki (James Cromwell), besta handrit byggt á skáldsögu, besta mynd, besta klipping, besti leikstjóri og besta sviðsmynd

.

Will Ferrell talar fyrir Reggie, sætan bjartsýnan lítinn border terrier hund sem skilur ekki að eigandi hans, Doug, fer illa með hann. Doug er duglaus dóphaus sem er hættur að þola Reggie þar sem hann er alltaf að trufla hann þegar hann er að reyna að fróa sér. Reggie er yfir sig hrifinn af leiknum sem Doug fer alltaf með hann í, sem heitir Sækja – Fokk! Þar ekur hann með Reggie langt í burtu á pallbílnum sínum, hendir bolta og stingur svo af og segir Fokk! þegar hundurinn kemur nokkrum klukkutímum eða dögum síðar með boltann.

Lífsreyndur terrier

Að lokum nær Doug að losa sig við Reggie fyrir fullt og allt og Reggie kynnist hinum lífsreynda terrier hundi Bug, sem Foxx talar fyrir, og áströlskum shephard hundi sem heitir Maggie, sem Isla Fisher talar fyrir. Einnig hittir hann raunamæddan stórdana, Hunter, sem Randall Park talar fyrir.

Nýju vinir hans ná að koma vitinu fyrir hann, og fá hann til að sjá hvað eigandinn hefur farið illa með hann, og að það að vera flækingur sé í raun heiðursstaða, og hvernig hann þurfi að gera uppreisn gegn mönnunum.

Reggie sem allt í einu sér hlutina í skýru ljósi fær nýja köllun í lífinu: að finna eigandann og bíta af honum getnaðarliminn. Vinir hans þrír elta hann og telja að Reggie muni læra eitthvað af þessu og láta af ofbeldishugsuninni. Eða mun Reggie bæði þroskast og bíta eigandann.

Smekklaust grín

Gagnrýnandi Guardian segir að myndin sé algjörlega rosaleg og full af smekklausu gríni og dramatíkin þegar Reggie hittir Doug í skelfilegu endataflinu sé ótrúleg.

Hér fá mennirnir svo sannarlega á baukinn segir Bradshaw.

Kíktu á viðtal við leikstjórann hér fyrir neðan: