Náðu í appið
Öllum leyfð

Babe 1995

A little pig goes a long way.

91 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 97% Critics
The Movies database einkunn 83
/100
Hlaut Óskarsverðlaun fyrir bestu tæknibrellur, var einnig tilnefnd fyrir besta leikara í aukahlutverki (James Cromwell), besta handrit byggt á skáldsögu, besta mynd, besta klipping, besti leikstjóri og besta sviðsmynd

Babe fjallar um lítinn grís sem horfir á þegar mamma hans hlýtur sömu örlög og allir hafa hlotið svo lengi sem elstu svín muna; sett upp á vörubílspall og ekið í burtu. Svo er farið með litla grísinn hennar mömmu sinnar á markaðinn í sveitinni. Þar sjá forlögin til þess að leiðir bóndans Arthurs Hoggetts og Babe litla liggja saman. Báðir skynja að... Lesa meira

Babe fjallar um lítinn grís sem horfir á þegar mamma hans hlýtur sömu örlög og allir hafa hlotið svo lengi sem elstu svín muna; sett upp á vörubílspall og ekið í burtu. Svo er farið með litla grísinn hennar mömmu sinnar á markaðinn í sveitinni. Þar sjá forlögin til þess að leiðir bóndans Arthurs Hoggetts og Babe litla liggja saman. Báðir skynja að þessi kynni eiga eftir að verða örlagarík. Heima á bænum taka sum dýrin Babe opnum klaufum en nokkrar skepnur afhjúpa eigið svínslegt eðli með framkomu sinni við litla vingjarnlega grísalinginn. Babe er hins vegar staðráðinn í því að verða ekkert venjulegt svín og forðast í lengstu lög þau örlög sem svínum eru búin. Hann afræður að brjótast úr viðjum samfélagsins á bóndabænum, komast í ábyrgðarstöðu í dýraríkinu og gerast fjársvín. Hann kemur sér því í fóstur hjá Collie-hundinum á bænum, Fly, og lætur háðsglósur kattarins og annarra smásálna í umhverfinu sem vind um eyrun þjóta en heldur uppi röð og reglu í hjörðinni. Babe uppsker svo eins og hann hefur til sáð þegar hann tekur þátt í keppni smalahunda í héraðinu. Þar ræðst framtíð hans og svar fæst við spurningunni um hvaða framtíð bíði litla sæta gríssins.... minna

Aðalleikarar


Fáar bíómyndir hafa komið jafn rækilega á óvart og þessi ástralska mynd um litla grísinn Badda sem langaði svo mikið að vera alvöru fjárhundur. Hún var fyrsta teiknimyndin sem var tilnefnd til óskarsverðlauna sem besta myndin. Allt frá frumsýningu hennar hefur hún notið fádæma vinsælda um allan heim hjá fólki á öllum aldri, enda afbragðsvel gerð og skemmtileg. Ekki skemmir fyrir að myndin er talsett á íslensku sem gerir hana enn eftirsóknarverðari, ekki síst fyrir yngstu kynslóðina. Myndin hefst þegar mamma Badda litla og öll systkyni hans eru flutt á brott til "svínaparadísarinnar" þar sem "lífið er svo gott að ekkert svín hefur nokkru sinni snúið til heimaslóðanna á ný". Auðvitað veit Baddi ekki hinn kalda sannleika málsins frekar en önnur svín. Sjálfur lendir hann í því að vera valinn til að vera verðlaun á þorpshátíðinni. Svo heppilega vill til að það er Hogget bóndi sem vinnur Badda, en hann er góðhjartaður og fer vel með dýrin sín. Á milli hans og Badda myndast strax gott samband því Hogget sér að Baddi er enginn venjulegur grís. Smám saman kynnist Baddi svo hinum dýrunum á bænum, sem mörg hver eru vægast sagt kostuleg, og svo fer að tíkin Fluga tekur sérstöku ástfóstri við hann. Baddi fær í framhaldi af því mikinn áhuga á að gerast fjárhundur og þegar Hogget uppgötvar hæfileika hans ákveður hann að skrá hann í hina árlegu fjárhundakeppni í sveitinni. Þar með tekur hann þá miklu áhættu að verða aðhlátursefni fólks sem hefur litla trú á að grís geti verið fjárhundur! En annað á eftir að koma í ljós... James Cromwell var tilnefndur til óskarsverðlauna fyrir meistaraleik sinn í hlutverki bóndans Hoggett. Einstök mynd sem er afar góð fyrir alla fjölskylduna, og sem ég gef þrjár og hálfa stjörnu og mæli eindregið með fyrir alla!!
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndir


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn