Babe
1995
A little pig goes a long way.
89 MÍNEnska
97% Critics
67% Audience
83
/100 Hlaut Óskarsverðlaun fyrir bestu tæknibrellur, var einnig tilnefnd fyrir besta leikara í aukahlutverki (James Cromwell), besta handrit byggt á skáldsögu, besta mynd, besta klipping, besti leikstjóri og besta sviðsmynd
Babe fjallar um lítinn grís sem horfir á þegar mamma hans hlýtur sömu örlög og allir hafa hlotið svo lengi sem elstu svín muna; sett upp á vörubílspall og ekið í burtu. Svo er farið með litla grísinn hennar mömmu sinnar á markaðinn í sveitinni. Þar sjá forlögin til þess að leiðir bóndans Arthurs Hoggetts og Babe litla liggja saman. Báðir skynja að... Lesa meira
Babe fjallar um lítinn grís sem horfir á þegar mamma hans hlýtur sömu örlög og allir hafa hlotið svo lengi sem elstu svín muna; sett upp á vörubílspall og ekið í burtu. Svo er farið með litla grísinn hennar mömmu sinnar á markaðinn í sveitinni. Þar sjá forlögin til þess að leiðir bóndans Arthurs Hoggetts og Babe litla liggja saman. Báðir skynja að þessi kynni eiga eftir að verða örlagarík.
Heima á bænum taka sum dýrin Babe opnum klaufum en nokkrar skepnur afhjúpa eigið svínslegt eðli með framkomu sinni við litla vingjarnlega grísalinginn. Babe er hins vegar staðráðinn í því að verða ekkert venjulegt svín og forðast í lengstu lög þau örlög sem svínum eru búin. Hann afræður að brjótast úr viðjum samfélagsins á bóndabænum, komast í ábyrgðarstöðu í dýraríkinu og gerast fjársvín.
Hann kemur sér því í fóstur hjá Collie-hundinum á bænum, Fly, og lætur háðsglósur kattarins og annarra smásálna í umhverfinu sem vind um eyrun þjóta en heldur uppi röð og reglu í hjörðinni. Babe uppsker svo eins og hann hefur til sáð þegar hann tekur þátt í keppni smalahunda í héraðinu. Þar ræðst framtíð hans og svar fæst við spurningunni um hvaða framtíð bíði litla sæta gríssins.... minna