Aðalleikarar
Leikstjórn
Handrit
Miss Potter lítil og sæt mynd sem hverfur í skuggann á stóru DVD-myndunum á vídeóleigunum (kannski ekki rétt að segja vídeóleigunum þar sem það er hætt að gefa út vídeóspólur...). En það er vel þess virði að gefa sér tíma til að horfa á þessa mynd því hún er mjög góð.
Miss Potter er sannsöguleg mynd um barnabókarithöfundinn Beatrix Potter (Renée Zellweger). Hún teiknar myndir af dýrum og semur sögur um dýrin. Hún lifir og hrærist í þessum ímyndaða heimi sínum þar sem þessi dýr eru einu vinir hennar. Hún kynnist bókaútgefandanum Norman Warne (Ewan McGregor). Hann vill gefa út verk Beatrix Potter. Þau falla fyrir hvort öðru en það líkar foreldrum Beatrix ekki þar sem þau eru vel stæð og þeim finnst Norman ekki vera af nógu góðum ættum. En þau láta hjartað ráða för.
Leikstjórn Chris Noonans (Babe) er traust. Hann nær að fanga andrúmsloftið í upphafi 20. aldar. Leikararnir standa sig allir mjög vel.
Miss Potter er þægileg og róleg mynd. Umgjörð myndarinnar er mjög vönduð. Helsti galli myndarinnar er kannski að hún er of stutt. Ekki nema rétt tæpar 90 mínútur. Það gerir það að verkum að það verða nokkrir lausir endar. En heilt yfir er Miss Potter góð mynd fyrir vandláta kvikmyndaunnendur.
Um myndina
Leikstjórn
Handrit
Framleiðandi
MGM
Kostaði
$30.000.000
Tekjur
$35.078.241
Vefsíða:
Aldur USA:
PG
Frumsýnd á Íslandi:
30. mars 2007