Hin íðilfagra Kelly Hu ( The Scorpion King ) mun ásamt Shawn Ashmore ( X-Men , X-Men 2 ) og Nick Cannon (Drumline ) fara með aðalhlutverk kvikmyndarinnar Underclassmen. Fjallar hún um ungar löggur sem fara í dulargervi í einkaskóla einn og freista þess að koma upp um glæpahring í skólanum sem höndlar m.a. stolna bíla. Myndin er skrifuð af David Wagner og Brent Goldberg ( Van Wilder ) og verður leikstýrt af nýgræðingnum Marcos Siega.

