Náðu í appið
Van Wilder
Bönnuð innan 16 áraÍ myndinni er sýnd nekt og/eða þar er að finna kynferðislega hegðun eða tilvísanirÍ myndinni er ljótt orðbragð

Van Wilder 2002

(National Lampoon's Van Wilder)

Frumsýnd: 28. júní 2002

Don't Graduate. Celebrate.

92 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 18% Critics
The Movies database einkunn 6
/10
The Movies database einkunn 26
/100

Van Wilder er letingi af guðs náð sem langar ekki að takast á við alvöru lífsins strax. Hann er búinn að eyða sex árum í menntaskóla og hefur ekki í hyggju að útskrifast á næstunni– hann elskar nefnilega hið áhyggjulausa og skemmtanamikla líf menntskælinga. Það verða Van Wilder því mikil vonbrigði þegar faðir hans neitar að borga sjöunda skólaárið... Lesa meira

Van Wilder er letingi af guðs náð sem langar ekki að takast á við alvöru lífsins strax. Hann er búinn að eyða sex árum í menntaskóla og hefur ekki í hyggju að útskrifast á næstunni– hann elskar nefnilega hið áhyggjulausa og skemmtanamikla líf menntskælinga. Það verða Van Wilder því mikil vonbrigði þegar faðir hans neitar að borga sjöunda skólaárið og gefur honum þannig tvo afarkosti. Annað hvort verður Wilder að útskrifast eða safna sjálfur fyrir skólagjöldunum og sjá þannig til þess að partýið haldi áfram.... minna

Aðalleikarar

Svipaðar myndir


Gagnrýni (13)


Þeir sem ég þekki og hafa séð þessa mynd skiptast í tvo hópa. Annar elskar myndina meðan hinn hatar hana. Mér fannst myndin hundleiðinleg og nennti varla að klára að horfa á hana meðan vinur minn sem horfði á hana með mér ELSKAÐI hana. Ég viðurkenni að sum atriðinn voru nokkuð góð og í sumum þeirra var maður alveg að kúgast þar sem atriðin voru svo ógeðsleg en mér fannst þau samt ekki ná að bjarga myndinni.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Þetta er ein besta mynd sem ég hef séð. Húmorinn er í hágæðaflokki og söguðráðurinn spennandi. Mæli eindregið með myndinni og þið sem eigið hund, ekki láta hann horfa á myndina með ykkur ;)
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Þetta er ekkert sem maður hefur ekki séð hundrað sinnum áður, enn ein háskólamyndin með ótrúlega fyrisjáanlegu plotti og rusl húmor. Ef þú hafðir gaman af myndum eins og Not another teen movie, Slackers eða Legally Blond þá er þetta mynd fyrir þig. Ef hinsvegar þú sérð í gegnum þetta, ekki eyða krónu í þetta.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Eftir að hafa horft á þessa bíómynd þá get ég ekki annað sagt en að þetta sé ekki þannig mynd sem þú hugsar um eftir tíu ár, hún er auðvitað skemmtileg á köflum, en hún er ekki þannig bíómynd sem þú leigir tvisvar.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Drullugóð gamanmynd í sínu grófasta stigi. Ryan Reynolds er snillingur sem Van Wilder. Húmorinn er sjúkur og jafnvel ótrúlega fyndinn. Van Wilder er mynd fyrir þig. Jafnvel toppar American Pie myndirnar.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Sjá allar gagnrýnir
Skrifa gagnrýni
Skrifa gagnrýni
Fyrirsögn
Senda inn
(Anda rólega, getur tekið smá tíma að fara yfir)
Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn