Náðu í appið
Bönnuð innan 7 áraMyndin getur valdið ótta hjá eða er ógnvekjandi fyrir ung börn

Old Dogs 2009

(Daddy Sitter, Papy-Sitter)

Frumsýnd: 11. desember 2009

Life is Not Child-Proof

88 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 5% Critics
The Movies database einkunn 19
/100

Samstarfsfélagarnir Charlie og Dan, hafa þekkst í mörg ár og eiga það sameiginlegt að hafa engan áhuga á því að lifa eðlilegu fjölskyldulífi. Fjölskyldulífið leitar þá hins vegar uppi þegar fyrrum eiginkona Dans, Vicki, bankar upp á og tilkynnir honum að hún og Dan eigi saman 7 ára gamla tvíbura og það sé kominn tími til að hann kynnist börnunum... Lesa meira

Samstarfsfélagarnir Charlie og Dan, hafa þekkst í mörg ár og eiga það sameiginlegt að hafa engan áhuga á því að lifa eðlilegu fjölskyldulífi. Fjölskyldulífið leitar þá hins vegar uppi þegar fyrrum eiginkona Dans, Vicki, bankar upp á og tilkynnir honum að hún og Dan eigi saman 7 ára gamla tvíbura og það sé kominn tími til að hann kynnist börnunum sínum. Dan fær Charlie til að hjálpa sér að takast á við þetta nýja „vandamál“ og sjá um krakkana auk hundsins þeirra. Þeir reyna ýmislegt til að lifa í sátt og samlyndi við þessar nýju aðstæður sínar, en það hjálpar ekki þegar samstarfsmaðurinn Ralph klúðrar sínum málum algerlega, kennari barnanna er fullstrangur fyrir þeirra smekk eða þegar þau lenda í skrautlegum barnaskemmtikrafti ...... minna

Aðalleikarar

Versta mynd árins 2009, í alvöru
Old Dogs er þreytt, gömul og HUNDléleg mynd...!

Ég geri mér grein fyrir því hvað þetta var kjánalegur og ófyndinn frasi, en trúið mér, það er meiri húmor í þessari setningu heldur en allri myndinni og ég get ekki mögulega lagt nógu mikla áherslu á það. Af öllum hræðilegu grínmyndum sem ég hef séð á þessu ári - og sumar voru alveg asskoti vondar - þá er þessi sú versta. Já, það þýðir að hún hafi verið verri en Extreme Movie (sem er reyndar 2008 mynd, en kom út á þessu ári), sem meira eða minna gerir hana að fyrsta flokks úrhraki. Hún er bara svo sársaukafull til áhorfs að ég þurfti að halda reglulega fyrir augun svo það færi ekki að blæða úr þeim.

Venjulega vefjast brandarar utan um tiltekna atburðarás, hérna er það akkúrat öfugt. Old Dogs er semsagt bara stór lengja af ófyndnum atriðum, og almáttugur hvað hún reynir mikið á sig! Allt púðrið fer í svokallaða grínið. Myndinni er nett sama um söguþráð, persónur, sjarma, trúverðugleika eða samhengi atriða. Svo til að nudda salti í sárið þá versnar myndin ennþá meira með hroðalega væmnum senum (í ekta Disney-stíl) sem vilja vera krúttlegar en verða bara óþolandi á allan hátt.

Fullt af fínum leikurum er sóað, bæði í aðal- og aukahlutverkum. John Travolta og Robin Williams koma að sjálfsögðu verst út, en ég held að þeir harki skömmina af sér, enda hvorugir óvanir sorpmyndum. Bara verst að Old Dogs er líklega verri heldur en Battlefield Earth og Father's Day samanlagðar. Seth Green er ég samt ferlega svekktur út í. Hann hefur margoft sýnt það hversu fyndinn og djarfur hann getur verið. Og miðað við það að hann vinnur reglulega við þætti eins og Family Guy og Robot Chicken þá á hann að vita betur en að þiggja hlutverk í svona ógeði. Ekki nóg með það heldur þjónaði karakterinn hans bókstaflega ENGUM tilgangi í allri myndinni.

Ég tel það vera persónulegt afrek fyrir kvikmyndagerðarmenn þegar þeim tekst að búa til heila grínmynd án þess að nokkur brandari nái að hitta í mark. Það er þess vegna ekki hægt að kalla Old Dogs neinum nöfnum þar sem orðin "gaman" eða "grín" koma fyrir. Þetta er ekkert annað en þunn, barnaleg, hörmulega skrifuð og illa leikin æfing í öllum helstu klisjum sem finnast í Disney-bókinni. Vinsamlegast forðist, ef ekki þá legg ég til að þið hrækið á plakatið eða DVD hulstrið.

1/10

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Tengdar fréttir

14.06.2012

Um leikstjórann: Christopher Nolan

Hvað hefur hann gert? Following (1998) Memento (2000) Insomnia (2002) Batman Begins (2005) The Prestige (2006) The Dark Knight (2008) Inception (2010) Hvað er næst? The Dark Knight Rises (2012) Christopher Jon...

22.10.2010

Viðtalið: Vilhelm Þór Neto

Íslensku unglingamyndinni Óróa hefur verið mikið hrósað fyrir öflugar leikframmistöður og þá sérstaklega frá unga fólkinu sem prýðir lykilhlutverkin. Mér tókst að "chatta" við nokkra þeirra og spyrja þá út í...

19.12.2009

Tían: Ofmetnustu myndir áratugarins

Venjulega á Tían að vera á föstudögum en undanfarin tvö skipti hefur hún frestast um sólarhring. Fólk vonandi fyrirgefur, enda alltaf hellað mikið að gera í kringum desembermánuð. Allavega, þá held ég áfram að...

Svipaðar myndir



Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn