Máttur vex úr ógnarbræði

Á splunkunýju plakati fyrir DC Comics ofurhetjumyndina Black Adam stendur: Power born from Rage, eða Máttur vex úr ógnarbræði, í lauslegri snörun kvikmyndir.is

Á plakatinu eru helstu persónur myndarinnar; Black Adam í túlkun Dwayne Johnson, Maxine Hunkel / Cyclone sem Quintessa Swindell leikur, Kent Nelson / Doctor Fate sem Pierce Brosnan leikur, Carter Hall / Hawkman sem Aldis Hodge leikur og Albert Rothstein / Atom Smasher sem Noah Centineo túlkar.

Fangelsaður jafnóðum

Söguþráðurinn er þessi: Fimm þúsund árum eftir að hann öðlaðist yfirnáttúrulega krafta frá egypsku guðunum, en var fangelsaður jafnóðum, þá er Black Adam leystur úr grafhvelfingu sinni. Hann er nú reiðubúinn að útdeila sinni einstöku útgáfu af réttlæti til Jarðarbúa nútímans.

Myndin verður frumsýnd 21. október nk.

Kíktu á plakatið hér fyrir neðan og persónuplaköt þar fyrir neðan sem og stiklu: