Matt Damon er enn fúll yfir því að hafa þurft að hafna hlutverki í vinsælustu mynd allra tíma, Avatar.
Damon var fyrsti valkostur leikstjórans James Cameron í hlutverk Jake Sully en leikarinn varð að afþakka vegna þess að hann var búinn að skuldbinda sig annars staðar.
„Mig langaði mikið að vinna með James Cameron og langar það enn. Hann sagði: „Ég er að bjóða þér hlutverkið en ef þú myndir neita þarf myndin ekkert nauðsynlega á þér að halda,“ sagði Damon í viðtali við Playboy. „Ég man að ég hugsaði: „Guð minn góður. Ég þarf ekki bara að segja nei vegna þess að ég er búinn að skuldbinda mig annars staðar, heldur ætlar hann að gera stjörnu úr einhverjum sem á eftir að taka frá mér störf síðar meir.“
Á endanum var það Sam Worthington sem hreppti hlutverk Sully.
Damon finnst einnig leiðinlegt að hafa þurft að hafna hlutverkinu sem Josh Brolin fékk í Milk og öðru aðalhlutverkanna í Brokeback Mountain.