Avatar 2 og James Cameron í nýjum Bíóbæ

Í nýjasta þætti kvikmyndaþáttarins Bíóbæjar sem sýndur er vikulega á sjónvarpsstöðinni Hringbraut, er um lítið annað talað en stórmyndina Avatar: The Way of Water sem kemur í bíó á morgun, eftir þrettán ára bið.

Í tilefni af frumsýningunni ræða þáttastjórnendur, þeir Árni Gestur og Gunnar Anton, í döðlur um leikstjóra kvikmyndarinnar, alveg frá upphafi ferils hans sem kameruóðum trukkabílstjóra yfir í sjóelskandi blómabarns-leikstjórann sem hann er orðinn í dag.

Þeir segja að enginn geri framhöld betri en James Cameron.

Nú er bara að bíða og vona!

Sjáðu þáttinn hér fyrir neðan: