Matarævintýri Jon Favreau

Fyrsta stiklan úr gamanmyndinni Chef var frumsýnd á veraldarvefnum í dag. Myndin fjallar um matreiðslumann sem hættir í vinnunni og stofnar veitingahús á hjólum (e. Food Truck) til að endurheimta listrænan sess sinn.

CHEF_09380.NEF

Favreau er í fjórskiptu hlutverki í Chef. Hann leikur aðalhlutverkið, leikstýrir, skrifar handritið og framleiðir. Favreau er hvað þekktastur fyrir leikstjórn sína á stórmyndunum Iron Man 1 og 2, þar sem Robert Downey Jr. leikur titilhlutverkið. Downey Jr. sést einnig í Chef og leikur hann þar auðkýfing sem hjálpar Favreau að elta draum sinn.

Myndin er sjálfstæð framleiðsla, en fjármögnun hennar lauk á Cannes kvikmyndahátíðinni á seinasta ári.

Aðrir leikarar eru ekki af verri endanum: John Leguizamo, Scarlett Johansson, Jon Favreau, Sofía Vergara, Dustin Hoffman og Emjay Anthony.