Matarævintýri Favreau í kvikmyndahús á Íslandi

chefFöstudaginn 18. júlí munu Sambíóin frumsýna myndina Chef, með þeim Jon Favreau, Robert Downey Jr., Scarlett Johansson, Bobby Cannavale, John Leguizamo, Dustin Hoffman og Sofia Vergara í aðalhlutverkum.

Myndin fjallar um matreiðslumann sem hættir í vinnunni og stofnar veitingahús á hjólum (e. Food Truck) til að endurheimta listrænan sess sinn.

Favreau er í fjórskiptu hlutverki í Chef. Hann leikur aðalhlutverkið, leikstýrir, skrifar handritið og framleiðir. Favreau er hvað þekktastur fyrir leikstjórn sína á stórmyndunum Iron Man 1 og 2. Til gamans má geta að hann eldar sjálfur alla þá rétti sem persóna hans eldar í myndinni, en fyrir gerð hennar fór hann á einkanámskeið hjá suðurkóreska matreiðslumeistaranum Roy Choi sem kemur reyndar fram í myndinni sem hann sjálfur.

Myndin er sjálfstæð framleiðsla, en fjármögnun hennar lauk á Cannes kvikmyndahátíðinni á síðasta ári.

Chef verður sýnd í Sambíóunum Álfabakka, Kringlunni, Egilshöll, Akureyri og Keflavík.