Lúser með sítt að aftan í teiknimynd

Grínleikarinn David Spade vinnur nú að teiknimyndaútgáfu af mynd sinni Joe Dirt, sem kom út árið 2001, fyrir sjónvarpsstöðina TBS.
Verið er að vinna að prufuþætti, e. Pilot, þar sem leikarinn vinnur með Sony Pictures Television og framleiðslufyrirtæki Adams Sandlers, Happy Madison Productions. Eins og aðdáendur Spade muna þá fjallar Joe Dirt um góðhjartaða lúserinn Joe Dirt, í snjóþvegnum gallabuxum með sítt að aftan, sem týndi foreldrum sínum þegar hann var barn að aldri.
Myndin þénaði 27 milljónir Bandaríkjadala í Bandaríkjunum, sem þykir alveg sæmilegt að sögn Yahoo fréttaveitunnar.

Joe Dirt er með hrikalega flotta hárgreiðslu.