Lupita Nyong'o fer með hlutverk í Star Wars

Óskarsverðlaunaleikkonan Lupita Nyong’o mun fara með hlutverk í sjöundu Star Wars-myndinni. Nyong’o fékk Óskar­sverðlaun fyr­ir hlut­verk sitt í kvik­mynd­inni 12 Ye­ars A Slave fyr­ir best­an leik í auka­hlut­verki. Nyong’o fékk einnig Screen Actors Guild- og Critics’ Choice-verðlaun­in fyr­ir leik sinn í mynd­inni.

Framleiðslufyrirtækið Disney, ásamt leikstjóranum J.J. Abrams, tilkynntu í lok apríl leikarahópinn fyrir nýjustu Star Wars-myndina. Þessi viðbót kemur aðdáendum nokkuð á óvart því tökur eru þegar hafnar á myndinni.

Game of Thrones-leikkonan Gwendoline Christie var einnig bætt við í dag. Þeir sem þekkja til þáttanna ættu að kannast við hana í hlutverki Brienne of Tarth, en leikkonan sést næst í myndinni The Hunger Games: Mockingjay – Part 2.

„Ég er svo spennt að fá Lupita og Gwendoline í leikarahóp VII.“ sagði Kathleen Kennedy, forseti Lucasfilm.

Eins og mörgum er kunnugt þá bætast leikkonurnar við leikarahópinn sem var tilkynntur í lok apríl og skartar myndin m.a. Harrison Ford, Carrie Fisher, Mark Hamill, Andy Serkis og Adam Driver í aðalhlutverkum.

Star Wars: Episode VII verður frumsýnd þann 18. desember, 2015.