Litríkur legóheimur á toppinum

Það er litríkt um að litast á toppi íslenska bíóaðsóknarlistans þessa vikuna en þangað eru mætt, á sinni fyrstu viku á lista, þau Hemmi og Lísa og vinir þeirra í The Lego Movie 2: The Second Part. Í öðru sæti er einnig ný mynd, Cold Pursuit, þar sem Liam Neeson bregður sér á snjóplóg og leitar hefnda eins og honum einum er lagið.

Í þriðja sætinu er svo toppmynd síðustu tveggja vikna, Instant Family.

Þrjár nýjar myndir til viðbótar eru á listanum þessa vikuna. Í ellefta sætinu er Mads Mikkelsen á Norðurheimskautinu í Arctic, og í þrettánda sætinu er ein af myndunum á frönsku kvikmyndahátíðinni, Að synda eða sökkva. Síðast en ekki síst er það önnur frönsk hátíðarmynd, Lýðurinn og konungur hans, sem fer rakleitt í 24. sæti aðsóknarlistans.

Sjáðu listann í heild sinni hér fyrir neðan – smelltu til að sjá hann stærri: