Náðu í appið
Að synda eða sökkva
Bönnuð innan 12 áraMyndin vísar til eða sýnir notkun vímuefnaMyndin dregur upp mynd af mismunun eða felur í sér efni sem getur hvatt til mismununarÍ myndinni er ljótt orðbragð

Að synda eða sökkva 2018

(Le grand bain)

Aðgengilegt á Íslandi

Frumsýnd: 6. febrúar 2019

Mundu bara eftir að anda

122 MÍNFranska
Hún hlaut tíu tilnefningar til frönsku César-kvikmyndaverðlaunanna, þ. á m. sem besta mynd ársins.

Hér segir af átta körlum sem eru að nálgast miðjan aldur og eiga hver fyrir sig við ýmiskonar tilvistarkreppu að stríða, bæði sem tengist einkalífinu og framabrautinni. Fyrir tilviljun liggja leiðir þeirra saman í sundi þar sem sú hugmynd kviknar að þeir fari að æfa svokallað samhæft sund undir stjórn tveggja afrekskvenna í íþróttinni, en hún hefur... Lesa meira

Hér segir af átta körlum sem eru að nálgast miðjan aldur og eiga hver fyrir sig við ýmiskonar tilvistarkreppu að stríða, bæði sem tengist einkalífinu og framabrautinni. Fyrir tilviljun liggja leiðir þeirra saman í sundi þar sem sú hugmynd kviknar að þeir fari að æfa svokallað samhæft sund undir stjórn tveggja afrekskvenna í íþróttinni, en hún hefur hingað til verið talin „kvennaíþrótt“. Þrátt fyrir efasemdir og byrjunarörðugleika fara karlarnir átta brátt að finna sig í svamlinu og um leið og þeir verða sífellt betri í því fáum við að kynnast hverjum og einum þeirra nánar, vandamálunum sem þeir glíma við og ekki síst hvað það var sem leiddi þá saman í sundhöllinni.... minna

Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn