Fólkið sem sér um markaðssetningu myndarinnar Lincoln, sem fjallar um einn þekktasta forseta Bandaríkjanna, Abraham Lincoln, veit hvað það er að gera. Í gærkvöldi í auglýsingahléum sjónvarpsstöðvanna ABC, CBS og CNN á meðan á fyrstu kappræðum þeirra Barrack Obama og Mitt Romney stóð, var frumsýndur nýr, um tveggja mínútna langur trailer fyrir myndina, sem sjá má hér fyrir neðan:
Söguþráður myndarinnar er í stórum dráttum þessi: Borgarastríðið í Bandaríkjunum stendur sem hæst og forseti Bandaríkjanna reynir að ná stjórn á blóðbaðinu á vígvellinum, og á sama tíma á hann í átökum við fólk í sinni eigin ríkisstjórn um þá ákvörðun að afnema þrælahald.
Steven Spielberg leikstýrir myndinni, Daniel Day-Lewis leikur Lincoln en með önnur hlutverk fara m.a. Sally Field, Tommy Lee Jones og Joseph Gordon-Levitt.
Myndin verður frumsýnd þann 16. nóvember nk.