Lewis og Lawrence best á SAG hátíðinni

Fátt kom á óvart á Screen Actors Guild verðlaunahátíðinni, SAG, sem haldin var í gær í Bandaríkjunum. Anne Hathaway fékk verðlaun fyrir besta meðleik fyrir hlutverk sitt í Vesalingunum og Jennifer Lawrence vann verðlaunin fyrir aðalkvenhlutverk í Silver Linings Playbook.

Daniel Day-Lewis vann verðlaun fyrir aðalhlutverk karla, fyrir leik sinni í myndinni Lincoln, mynd Steven Spielberg um Abraham Lincoln 16. forseta Bandaríkjanna.

Tommy Lee Jones hreppti verðlaunin fyrir besta meðleik karla, einnig fyrir leik í Lincoln.

Argo var með besta leikhópinn, en myndin fékk einnig PGA verðlaunin á laugardaginn.

Á hátíðinni er sjónvarpsefni einnig verðlaunað, og Alec Baldwin fékk sín sjöundu verðlaun fyrir leik í gamanþáttaseríunni 30 Rock, en hætt verður að framleiða þáttinn eftir seríuna sem nú er í sýningum ytra.

Tina Fey, meðleikkona Baldwin í 30 Rock, vann verðlaunin fyrir leik sinn í þáttunum einnig.

Hér er listi sigurvegara í heild sinni:

Kvikmyndir

Aðalhlutverk karla 

Daniel Day-Lewis – Lincoln
Bradley Cooper – Silver Linings Playbook
John Hawkes – The Sessions
Hugh Jackman – Les Miserables
Denzel Washington – Flight

Aðalhlutverk kvenna

Jennifer Lawrence – Silver Linings Playbook
Jessica Chastain – Zero Dark Thirty
Marion Cotillard – Rust And Bone
Helen Mirren – Hitchcock
Naomi Watts – The Impossible

Meðleikur karla

Tommy Lee Jones – Lincoln
Alan Arkin – Argo
Javier Bardem – Skyfall
Robert De Niro – Silver Linings Playbook
Philip Seymour Hoffman – The Master

Meðleikur kvenna

Anne Hathaway – Les Miserables

Sally Field – Lincoln
Helen Hunt – The Sessions
Nicole Kidman – The Paperboy
Maggie Smith – The Best Exotic Marigold Hotel

Besti leikhópur

Argo
The Best Exotic Marigold Hotel
Les Miserables
Lincoln
Silver Linings Playbook
Sjónvarp

Aðalhlutverk karla í sjónvarpsmynd eða stuttseríu

Kevin Costner – Hatfields & McCoys
Woody Harrelson – Game Change
Ed Harris – Game Change
Clive Owen – Hemingway & Gellhorn
Bill Paxton – Hatfields & McCoys

Aðalhlutverk kvenna í sjónvarpsmynd eða stuttseríu

Julianne Moore – Game Change
Nicole Kidman – Hemingway & Gellhorn
Charlotte Rampling – Restless
Sigourney Weaver – Political Animals
Alfred Woodard – Steel Magnolias

Aðalhlutverk karla í dramaseríu

Bryan Cranston – Breaking Bad
Damian Lewis – Homeland
Steve Buscemi – Boardwalk Empire
Jeff Daniels – The Newsroom
Jon Hamm – Mad Men

Aðalhlutverk kvenna í dramaseríu

Claire Danes – Homeland
Michelle Dockery – Downton Abbey
Jessica Lange – American Horror Story
Julianna Margulies – The Good Wife
Maggie Smith – Downton Abbey

Aðalhlutverk karla í gamanþáttaseríu

Alec Baldwin – 30 Rock
Ty Burrell – Modern Family
Louis CK – Louie
Jim Parsons – The Big Bang Theory
Eric Stonestreet – Modern Family

Aðalhlutverk kvenna í gamanþáttaseríu

Tina Fey – 30 Rock
Edie Falco – Nurse Jackie
Amy Poehler – Parks And Recreation
Sofia Vergara – Modern Family
Betty White – Hot In Cleveland

Besti leikhópur í dramaþáttum

Downton Abbey

Boardwalk Empire
Breaking Bad
Homeland
Mad Men

Besti leikhópur í gamanþáttaseríum

Modern Family
30 Rock
The Big Bang Theory
Glee
Nurse Jackie
The Office