Leiðin er greið fyrir La La Land að Óskarsverðlaununum

Rómantíska söngvamyndin La La Land, sem frumsýnd var um helgina hér á Íslandi, hlaut í gær PGA verðlaunin svokölluðu, Producers Guild of America’s Darryl F. Zanuck Award, og þar með virðist sem vegur hennar að Óskarsverðlaunum sé varðaður, enda hafa 19 af 27 síðustu PGA verðlaunamyndum endað með því að fá Óskarsverðlaunin sem besta mynd.

la-la-land-ryan-gosing

Eins og Variety bendir á þá er tóku bæði PGA og Óskarsakademían upp sama kosningakerfið árið 2009, og síðan þá hefur sú mynd sem fær PGA verðlaunin alltaf fengið Óskarinn sem besta mynd, með einni undatekningu, þegar The Big Short vann PGA verðlaunin í fyrra, en Spotlight vann Óskarinn.

Hvað varðar tilnefningar til beggja verðlauna þá hefur á síðustu átta árum verið mikill samhljómur með tilnefningum til beggja verðlauna, og frávik aðeins verið 2-3 myndir.

Nú í ár eru í fyrsta skipti frá því að kosningakerfin voru tekin upp, allar myndir sem tilnefndar eru til Óskarsverðlauna sem besta mynd, einnig tilnefndar til PGA verðlaunanna.

Eina PGA tilnefnda myndin sem ekki hlaut náð hjá Óskarsakademíunni í ár, var ofursmellurinn Deadpool.

La La Land vann einnig American Cinema Editors gamanmyndaverðlaunin á ACE Eddie Awards verðlaunaathöfninni á föstudaginn síðasta. Aðalleikararnir Emma Stone og Ryan Gosling eru tilnefnd til Screen Actors Guild verðlaunanna sem afhent verða í kvöld.

Af öðrum verðlaunamyndum hjá PGA þá var Zootopia valin besta teiknimyndin og O.J.: Made in America var valin sem besta heimildarmynd.  Stranger Things, Atlanta  og The People v. O.J. Simpson: American Crime Story unnu í sjónvarpsflokki.

Smelltu hér til að skoða alla PGA sigurvegarana.

Smelltu hér til að skoða tilnefningar til Óskarsverðlaunanna.