Leikstjóri Mama að taka við Mummy

Andres Muschietti, sem leikstýrði hryllingsmyndinni Mama sem sló óvænt í gegn fyrr á árinu, er í viðræðum um að leikstýra endurræsingu á Mummy-myndaröðinni.

mummy

Kvikmyndaverið Universal, sem hefur umsjón með Mummy-seríunni, stóð einnig á bak við Mama.

Leit hefur staðið yfir síðan í lok júlí að eftirmanni Len Wiseman í leikstjórastól Mummy.

Myndin á að gerast í nútímanum, sem er nýjung því fyrsta Mummy-myndin frá árinu 1932 gerðist á þriða áratugnum, rétt eins og síðasta útgáfa með Brendan Fraser í aðalhlutverki.

Mama var fyrsta mynd hins spænska Muschiettie á enskri tungu.  Miðasölutekjur hennar námu 146 milljónum dala á heimsvísu en hún kostaði aðeins 15 milljónir dala í framleiðslu .