Leikstjórinn Gary Ross leikstýrði síðast The Hunger Games en ákvað að taka ekki þátt í þríleiknum eins og flestir kvikmyndaáhugamenn vita. Skiljanlega bárust honum fjölmörg tilboð um að leikstýra allskonar myndum en hann ákvað að taka að sér kvikmynd um ævintýri Péturs Pan.
Næsta mynd Ross ber nafnið Peter and the Starcatchers og er byggð á samnefndri bók eftir Dave Barry og Ridley Pearson. Bókin er forsaga sögunnar um Pétur Pan sem flestir þekkja. Reyndar hefur upprunalega sagan verið sett í nýjan búning af Disney, en undanfarin ár hafa komið þrjár bækur um ævintýri Péturs Pan.
Hinn óþekkti Jesse Wigutow skrifar handrit myndarinnar en ekkert hefur verið ákveðið hvað varðar leikaralið, kostnað eða útgáfu. Þó er ljóst að Gary Ross vill byrja á myndinni sem fyrst, jafnvel í upphafi næsta árs. Ég finn lykt af stóru successi. Ég dýrkaði Hook sem krakki og hef alltaf haft rosalega gaman af ævintýrum Péturs Pan. Miðað við bókafjöldann gæti jafnvel franchise verið á leiðinni, og ég held að það sé alveg kominn tími á það. Hvað finnst þér ?