Náðu í appið
Öllum leyfð

Peter Pan 1953

Love heals. Love absolves. Love burns.

77 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 78% Critics
The Movies database einkunn 76
/100

Wendy og bræður hennar þeysast inn í töfraheiminn Hvergiland, þar sem þau hitta hetjuna í ævintýrunum sem þau lesa, Pétur Pan, strákinn sem vildi ekki verða fullorðinn.

Aðalleikarar

Of mikið slapstick
Peter Pan er áreiðanlega fyrsta Disney myndin sem hefur ekki neitt sérstaklega minnugt í henni. Gullaldarmyndarinnar höfðu margt, Cinderella hafði Lady Tremaine, Alice in Wonderland hafði útlitið, en þessi hefur ekki neitt rosalega minnugt. Þetta er einhvern veginn rosalega róleg mynd fyrir utan slatta af slapstick bröndurum sem eru eiginlega bara lélegir ef maður ber þá saman við aðrar teiknimyndir á þessum tíma (Looney Tunes, Tom & Jerry).

Fyrsti gallinn minn við myndina er þegar Peter kemur til krakkanna þriggja (John, Michael og Wendy). Jafnvel þótt þau trúðu á að Peter Pan væri til, þá fannst mér fáranlegt hversu auðveldlega þau gátu trúað því að hann væri í herberginu þeirra, eins og þau höfðu allt í einu fundið pening á gólfinu. Hefði ég trúað á Peter Pan hefði ég sýnt aðeins meiri tilfinningar.

Karakterarnir eru ágætlega standard. Eru í lagi en gera lítið sem að sker fram úr. Systkinin ná einhvern veginn ekki að halda athygli manns (sem er lélegt þar sem þau eru aðalkarakterarnir með Peter), Peter er hægt að líka við jafnvel þótt hann getur verið mjög dónalegur stundum. Captain Hook er skemmtilegur en verður allt of mikill "butt monkey" þegar krókódíllinn er nálægt. En það eru nokkrir karakterar sem eigna sér senurnar sínar. Aðstoðarmaður Hook, Smee, er alltaf jafnskemmtilegur og þá sérstaklega í fyrsta atriði hans þegar maður uppgötvar að raddleikarinn (Bill Thompson, sem lék kanínuna í AiW) talaði fyrir nær, ef ekki alla, sjóræningjana.

Tinkerbell fannst mér líka vera góð, lang raunhæfasti karakterinn að mínu mati. Hún gat verið indæl en bara fyrir fólk sem henni fannst eiga það skilið. Hún var þar að auki eigingjörn, afbrýðissöm hefnisgjörn gagnvart Wendy, eiginlega svo mikið að hún sveik hana í endanum.

Þrátt fyrir þetta var gaman að sjá sögu um að neita að þroskast en ég held að allir vilja það allavega einu sinni á ævinni (þó ég hef aldrei fattað við svona sögur af hverju þeir bíða ekki þangað til þau verða að unglingum). Börn sem voru þegar í Neverland höfðu óskað sér að verða aldrei fullorðin. Og nú þegar þau hafa verið ung í langan tíma hafa þau gleymt öllu um fullorðna, þar á meðal mæðrum. Wendy kemur þar að auki með mjög góða ræðu um mæður. Hún segir ekki hvað mamma er (enda mundi enginn fatta það), heldur frekar hvað hún gerir fyrir börnin sín.

Útlitið er frekar gott (þó ekki eins gott og AiW) en lögin eru mjög auðveldlega gleymd. Ég man eins og er ekki eftir neinu úr þeim.

Yfir heild er myndin í lagi. Hefur fínar pælingar um að þroskast, fáa góða (en Tinkerbell er mjög góður karakter) karaktera, og hefur einhæfan húmor.

6/10
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndir


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn