Náðu í appið
Gosi
Bönnuð innan 6 áraÍ myndinni er ljótt orðbragð

Gosi 1940

(Pinocchio)

Aðgengilegt á Íslandi

Hann vildi bara vera alvöru strákur

88 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 73% Critics
The Movies database einkunn 7
/10
The Movies database einkunn 99
/100

Segir ævintýrið um Gosa frá trésmið nokkrum sem rekur trésmíðaverkstæði í borginni. Trésmiðurinn, sem er orðinn aldraður, er að smíða strengjabrúðu sem hann kallar Gosa. Engisprettan Tumi, sem heillast af brúðunni, óskar sér þess að Gosi geti hreyft sig og talað eins og alvöru manneskja. Fyrir töfra Álfadísarinnar verður honum að ósk sinni, en... Lesa meira

Segir ævintýrið um Gosa frá trésmið nokkrum sem rekur trésmíðaverkstæði í borginni. Trésmiðurinn, sem er orðinn aldraður, er að smíða strengjabrúðu sem hann kallar Gosa. Engisprettan Tumi, sem heillast af brúðunni, óskar sér þess að Gosi geti hreyft sig og talað eins og alvöru manneskja. Fyrir töfra Álfadísarinnar verður honum að ósk sinni, en í staðinn þarf hann að sinna hlutverki samvisku hans Gosa, svo hann læri muninn á réttu og röngu. Ef hann lýgur lengist á honum nefið, þannig að allir taki eftir því. Gosa finnst spennandi að vera alvöru strákur en þegar hann ætlar að mæta í skólann í fyrsta sinn er honum rænt og hann lokaður inni í stóru fuglabúri. Á hann að syngja og dansa í brúðuleikhúsi og skapa fangara sínum miklar tekjur. Nær hann að sleppa og verða alvöru drengur?... minna

Aðalleikarar

Svipaðar myndir


Gagnrýni (1)

Teiknimyndir verða ekki betri en þessi
Það eru liðin 70 ár síðan Gosi kom fyrst út og ennþá er ég að bíða eftir mynd frá Disney (eða eiginlega bara teiknimynd yfir höfuð) sem er betri en hún. Eins og flestar myndirnar frá gullöldinni tapaði hún á miðasölu þegar hún kom fyrst; seinni heimsstyrjöldin hafði sennilega mikil áhrif á þetta (Undantekningar eru Snow White sem kom fyrir stríðið og Dumbo sem kostaði miklu minna). Og eftir því sem árin hafa bæst hefur aðdáðun yfir þessum myndum bæst og Pinocchio er engin undantekning, að mínu mati sú lang besta frá þessu tímabili.

Allir karakterarnir í þessari mynd sem hægt er að líka við, líkar mér vel við, meira að segja Honest John, sem er villain, og það á góðan hátt. Geppetto og Pinocchio eru mjög vel byggðir upp. Maður getur vel séð hversu mikið Geppetto vill fá strák og elskar vinnuna sína. Pinocchio er sýndur sem minnst gáfaðasti karakterinn í myndinni og gerir margt af sér en hann hefur þó ástæðu, hann veit ekkert betur. Það er erfitt að finna ekki til með honum miðað við hvað kemur fyrir hann í gegnum myndina.
Myndin hefur flesta villaina sem Disney hefur komið með (samtals 5 tæknilega séð) og jafnvel þótt enginn af þeim koma fram mikið í myndinni skila þeir sýnu, sérstaklega The Coachman. Atriðið í Pleasure Island (þar sem börnin eru að drekka, reykja, spila pool og margt annað) þar sem hann kemur við sögu er hreint út sagt illt. Roger Ebert hefur meira að segja sagt sjálfur að þetta atriði sé ein af ástæðum af hverju hann hefur aldrei reykt vindil.

Bæði teiknimyndin sjálf og tónlistin bæta sig frá Snow White. Hérna hefur maður lög eins og "When You Wish upon a Star" og "An Actor's Life for Me" (sem festist í hausnum á manni). Mér finnst ótrúlegt að myndin hafi eingöngu komið þremur árum eftir þá fyrstu því hún lýtur miklu smáatriðislega út. Dæmi um það má sjá við hvalinn Monstro og byrjunina með öllum klukkunum og leikföngunum. Það hlýtur að hafa tekið langan tíma að teikna þetta allt saman.

Hvað meira get ég sagt? Pinocchio er vel teiknuð, vel skrifuð, vel gerð, hræðilega creepy á tímupunktum, hefur frábæra tónlist, góðan húmor og mörg skilaboð án þess að troða því inn í mann. Ein af mínum uppáhalds myndum.

10/10


PS: Kettlingurinn Figaro er jafnmikið krútt og Wall-E
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Sjá allar gagnrýnir
Skrifa gagnrýni
Skrifa gagnrýni
Fyrirsögn
Senda inn
(Anda rólega, getur tekið smá tíma að fara yfir)
Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn