Náðu í appið
Öllum leyfð

Dumbo 1941

(Dumbo the Flying Elephant)

Let your spirit soar.

64 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 95% Critics
The Movies database einkunn 96
/100

Ungum sirkusfíl er mikið strítt útaf stórum eyrum sínum, en með hjálp lítillar músar nær hann árangri í lífinu.

Aðalleikarar

Mynd sem einkennist af tvíhverfislyndi
Það er ótrúlegt að horfa á byrjunina og endinn á Dumbo því þetta er næstum því öfugt við allt það sem gerist í miðjunni á myndinni. Það er ekki hægt annað en að líða aðeins illa yfir þessari mynd.
Ólíkt flestum gullaldarmyndum Disney þá náði þessi að græða meira en framleiðslukostnaðurinn var en það er reyndar skiljanlegra með Dumbo, því hún lítur ekki eingöngu ódýrari út heldur enhinar myndirnar, en hún er líka styttri en hinar.

Sumir karakterarnir eru skemmtilegir en sumir eru ekkert minnugir. Allir fílarnir eru skemmtilegir. Dumbo, eins og Dopey úr Snow White, kemur ekki með neina setningu í myndinni. Og á sinn hátt virkar það fullkomlega, hann þarf ekki að koma með neina línu (því það nægir að sjá hann eða hlusta á annan) og hann er þar að auki nýkominn frá storkunum í myndinni. Mamma hans (sem hefur eina línu í allri myndinni) er hin týpíska verndandi móðir. En hinir fílarnir voru alltaf með góða orku og skemmtilegir þó þeir voru ekkert sérstaklega góðar. Minntu mig rosalega mikið á saumaklúbb.
En sumir karakterar gera lítið. Sirkusstjórinn gerir ekkert annað en að tala við áhorfendur, skrolla og fá smekkinn af búningnum sínum á andlitið sitt. Timothy fannst mér vera óminnugur, þó það var fyndið þegar hann hitti saumaklúbbsfílanna. Og krummarnir voru of "racist". Ég skil rosalega lítið af því sem þeir segja þegar þeir syngja, og þetta er áreiðanlega ástæðan af hverju mér finnst þessi mynd vera betri á íslensku heldur en ensku.

Dumbo er aðalkostur myndarinnar. Það er frekar erfitt að finna til með honum miðað við allt sem kemur fyrir hann í myndinni. Þegar fánaatriðið kom og atriðið eftir það með hinum fílnum fór þetta að vera of mikið fyrir mig. Síðan kom lag sem lækkaði líðun mína hræðilega. Þegar ég hugsa um mynd sem lætur mig líða þunglyndislega er Dumbo með þeim sem koma fyrst upp.

Helstu gallar myndarinnar eru samt þessir: Myndin er allt of stutt. Ég veit að hún var gerð til að fá hagnað en það hefði samt verið gaman að sjá meira. Krummarnir eru "racist", lögin eru ekki eins minnug og síðustu myndir (fyrir utan Baby Mine) og hún hefur Pink Elephants atriðið, sem er fyrsta atriðið frá Disney sem kemur upp úr engu, hefur ekkert að gera með söguþráðinn, allt of sýrulegt fyrir myndina og nær ekkert minnst á það eftir á. Í öðrum orðum:
http://www.youtube.com/watch?v=9ds4xhz-xIY

Dumbo er frekar góð mynd með sína galla og er að mínu mati 3. besta myndin frá þessu tímabili.

8/10

PS: Hvar er Jumbo eldri? Eina línan sem mamman segir í myndinni er "Jumbo Jr." þannig að hver/hvar er pabbin?. Ehh, þetta er Disney-teiknimynd.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Tengdar fréttir

26.05.2023

Búist við öldu áhorfenda í bíó um helgina

Talið er að Disney kvikmyndin um Litlu hafmeyjuna, The Little Mermaid, muni laða marga í bíó um Hvítasunnuhelgina, sem í Bandaríkjunum kallast Memorial Day Weekend. Kvikmyndin var frumsýnd á Íslandi á miðvikudagin...

05.01.2021

Bestu (og verstu) kvikmyndir 2020

Nú þegar (bíó)árið er að baki þýðir ekki annað en að gera upp framlög til kvikmyndalistarinnar og sjá hvað upp úr stendur.Hvaða kvikmyndir grættu okkur mest? Hverjar voru þær fyndnustu? Hverjar voru mest spennandi, falle...

11.03.2020

Bölvun nostalgíunnar

Eftirfarandi grein er aðsend - Það er Sigríður Clausen sem skrifar: Þú þarft ekki að vera hellisbúi til að vita allt um endalausar endurgerðir. Þú kannt kannski að meta eina eða þolir ekki aðra. Þú getur kvartað...

Svipaðar myndir


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn