Legally Blonde 3 í gang?

Eins og við höfum sagt frá hér á síðunni þá eru tökur nú þegar hafnar á Bridget Jones 3, og þá er næsta spurning; er þriðja Legally Blonde myndin mögulega á leiðinni einnig?

Reese Witherspoon, aðalleikkona þeirrar seríu, lét í það skína nú um helgina.

legallyblonde

Óskarsverðlaunaleikkonan tjáði sig um málið í sjónvarpsþættinum Fashionably Late með Rachel Zoe um helgina: „Ég held að við séum tilbúin að fá að sjá Elle á ný [persónu hennar í Legally Blonde ] og fá að vita hvað er að frétta af henni,“ sagði Witherspoon þegar aðdáandi úr sal spurði hana út í málið.

„Margir handritshöfundar hafa komið með mismunandi hugmyndir að þriðju myndinni nú síðustu ár. Ég held að núna sé í raun rétti tíminn af því að það mikil umræða um þátttöku kvenna í stjórnmálum.

„Ég held að það yrð svalt að láta hana verða hæstaréttardómara, eða einhvern sem býður sig fram í þingkosningum. Forseta!“

Fyrsta myndin þénaði 141 milljónr Bandaríkjadala í bíó um allan heim árið 2001 og framhaldið, Legally Blonde 2: Red, White and Blonde, sem frumsýnd var tveimur árum síðar, þénaði 124 milljónir dala. Auk þess var gerður söngleikur sem frumsýndur var á Broadway í New York fyrir átta árum síðan.