Grunur um djöflatrú – Ný stikla

devils-knot-02Ný stikla er komin út fyrir nýjustu mynd Colin Firth og Reese Witherspoon, Devil´s Knot, en myndin var frumsýnd á kvikmyndahátíðinni í Toronto í Kanada í september sl.

Leikstjóri er hinn kanadíski Atom Egoyan en myndin er byggð á sönnum atburðum. Myndin fjallar um Hobbs fjölskylduna; Pam, sem Reese Witherspoon leikur, og Terry, sem Alessandro Nivola leikur, en sonur þeirra, Stevie Branch, hvarf þann 5. maí árið 1993 ásamt tveimur vinum sínum, þeim Michael Moore og Christopher Byers.

Í fyrstu gerði lögreglan ekkert í málinu, þar til fólkið í bænum tók höndum saman og fór að leita að þeim. Eftir allskonar tilbúnar sögur og þar sem sönnunargögnum var haldið frá, þá voru þrír unglingsdrengir handteknir grunaðir um að hafa myrt drengina. Þetta voru þeir Damien Echols, Jessie Misskelley og Jason Baldwin, en þeir voru sagðir hafa drepið strákana sem hluta af djöfladýrkunarathöfn.

Myndin verður frumsýnd í almennum sýningum í Kanada 24. janúar nk. Aðrir helstu leikarar eru Dane DeHaan, Mireille Enos, Bruce Greenwood, Elias Koteas, Stephen Moyer, Alessandro Nivola og Ryan.

Sjáðu stikluna hér fyrir neðan: