Kynlífsdoktor verður vélmenni

8e9a652b-6c0f-4fdd-ae99-7546e58c0970Kynlífsdoktorinn Michael Sheen, sem leikur aðalhlutverkið í sjónvarpsþáttunum Masters of Sex, er nýjasta viðbótin í leikaralið kvikmyndarinnar Passengers, en fyrir eru þar stórleikararnir Jennifer Lawrence og Chris Pratt. Passengers er vísindaskáldsaga, leikstýrt af Morten Tyldum ( The Imitation Game )

Myndin gerist í framtíðinni, í geimskipi með þúsundir farþega um borð, sofandi í djúpum lághitasvefni, á leið til nýrrar plánetu.

Myndin er jafnframt ástarsaga, sem atvikast þannig að einn farþeginn vaknar úr djúpsvefninum 90 árum áður en nokkur annar og ákveður að vekja kvenkyns farþega ( væntanlega til að fá félagsskap ).

Samkvæmt frétt Variety þá mun Sheen ekki koma fram í eigin persónu, heldur mun hann ljá vélmenni rödd sína, sem ferðast með þeim Pratt og Lawrence sem leika elskendurna.