Kvikmyndir.is birtir dóm um Watchmen!

Gagnrýnandi Kvikmyndir.is, Tómas Valgeirsson, sá eina af stærri myndum þessa árs fyrir nokkrum dögum síðan. Kvikmyndin ber nafnið Watchmen og er gerð eftir samnefndri myndasögu sem er ein sú virtasta í heiminum í dag.

Tómas heldur vart vatni yfir myndinni, og gefur henni 9/10 í einkunn, sem verður að teljast svakalegt.

Þess má til gamans geta að þetta er fyrsti íslenski dómurinn um myndina.

Smelltu hér til að lesa dóm Tómasar! – Hann er spoiler-laus!