Krúttlegt, karate og jarðarför

Tómas Valgeirsson aðal kvikmyndagagnrýnandi kvikmyndir.is lætur ekki deigan síga og hefur nú birt þrjár nýjar umfjallanir á síðunni.

Fyrri umfjöllunin er um „krúttlega“ mynd sem er kannski ekki á allra vörum, og heitir Babies. Tómas er ekkert að rifna úr spenningi yfir myndinni: „Þessi mynd sýnir bara ungabörn gera… tjah… það sem ungabörn gera, sem er augljóslega ekki mikið. Þau eru annaðhvort sofandi, að sofna, drekkandi brjóstamjólk eða að hjala eða gera eitthvað sem kætir mann að innan við að sjá. Og þrátt fyrir að sumt af þessu efni sé OFBOÐSLEGA krúttlegt (!!), þá er þetta engan veginn efni í heila mynd!“

Fjórar stjörnur af tíu mögulegum,gefur Tómas myndinni.

Þá brá Tómas sér á endurgerðina af Karate Kid með Jaden, syni Will Smith og Jada Pinkett-Smith,og gefur henni meira en Babies, eða sex stjörnur. „Það er ýmislegt sem er vel hróssins virði hér. Í fyrsta lagi er Jaden Smith alls ekki slæmur í titilhlutverkinu (ég kem að því á eftir hvað titillinn böggar mig hroðalega mikið). Hann hefur egó föður síns og það sést langar leiðir en miðað við barnaleikara er hann óvenju viðkunnanlegur og auk þess virðist hann ekki feila á dramatísku augnablikum sögunnar, sem skiptir mestu máli. Ég bjóst reyndar við því versta því þessi krakki var vægast sagt leiðinlegur í The Day the Earth Stood Still. Að horfa á hann var næstum því jafn pirrandi og að vera með poppkorn fast í tönnunum í marga klukkutíma,“ segir Tómas meðal annars. Lesið annars ítarlega gagnrýni Tómasar hérna.

Að lokum dettur Tómas aftur niður í fjörar stjörnur í umfjöllun sinni um aðra endurgerð,þ.e. bandaríska útgáfu Death at a Funeral. „
„En ég verð að spyrja sjálfan mig einnar spurningar: Hefði ég hlegið meira hefði ég ekki vitað nákvæmlega hvernig atburðarásin ætti eftir að spilast út? Þ.e.a.s. hefði ég ekki verið búinn að sjá frummyndina. Ég held nefnilega ekki, því Martin Lawrence og sérstaklega Tracy Morgan fóru það mikið í taugarnar á mér að þeir útilokuðu hláturinn í kringum senurnar þeirra,“ segir Tómas meðal annars.