Knight and Day til Bollywood

Rómantíska gaman-spennumyndin Knight and Day verður endurgerð sem Bollywood mynd þar sem þau Hrithik Roshan og Katrina Kaif fara í föt þeirra Tom Cruise og Cameron Diaz sem léku aðalhlutverkið í frummyndinni. Knight and Day var frumsýnd árið 2010 og var leikstýrt af James Mangold.

Í upprunalegu myndinnni lék Diaz konu sem flækist inn í ævintýri með njósnara á flótta, leiknum af Cruise.

Leikstjóri Bollywood myndarinnar, sem verður tekin upp á Hindi tungumálinu, verður Siddharth Anand. Frumsýning er áætluð strax á næsta ári.

Knight and Day gekk fantavel í bíó, og þénaði 261 milljón Bandaríkjadali á heimsvísu, en viðbrögð gagnrýnenda voru blendin.

Þetta er ekki fyrsta Tom Cruise myndin sem er endurgerð í Bollywood. Myndin The Killer er lauslega byggð á mynd Michael Mann,  Collateral frá árinu 2004, en þar lék Tom Cruise aðalhlutverk.

Knight and Day til Bollywood

Rómantíska gaman-spennumyndin Knight and Day verður endurgerð sem Bollywood mynd þar sem þau Hrithik Roshan og Katrina Kaif fara í föt þeirra Tom Cruise og Cameron Diaz sem léku aðalhlutverkið í frummyndinni. Knight and Day var frumsýnd árið 2010 og var leikstýrt af James Mangold.

Í upprunalegu myndinnni lék Diaz konu sem flækist inn í ævintýri með njósnara á flótta, leiknum af Cruise.

Leikstjóri Bollywood myndarinnar, sem verður tekin upp á Hindi tungumálinu, verður Siddharth Anand. Frumsýning er áætluð strax á næsta ári.

Knight and Day gekk fantavel í bíó, og þénaði 261 milljón Bandaríkjadali á heimsvísu, en viðbrögð gagnrýnenda voru blendin.

Þetta er ekki fyrsta Tom Cruise myndin sem er endurgerð í Bollywood. Myndin The Killer er lauslega byggð á mynd Michael Mann,  Collateral frá árinu 2004, en þar lék Tom Cruise aðalhlutverk.