Klámstjarna í fjölskylduþætti

Eftir að hafa leikið í meira en 1.500 klámmyndum, myndum eins og „The Ass Collector,“ má segja að klámstjarnan Rocco Siffredi hljóti að vera einstaklega vel til þess fallinn að gefa góð ráð til miðaldra hjóna um hvernig eigi að krydda kynlífið. Þetta mun Rocco einmitt gera í nýjum raunveruleikaþætti, It´s Up to Rocco, sem frumsýndur verður  síðar í mánuðinum á ítölsku sjónvarpsstöðinni Cielo, en þættirnir eru skilgreindir sem þættir fyrir alla fjölskylduna.

rocco-siffredi

Í þáttunum verður kaldhæðni, hlutteikningu og reynslu Siffredi, blandað í einn góðan kokkteil, en eins og Rocco segir sjálfur: „Kynlífið er ekki aðalmálið.“

Þættirnir hafa verið í undirbúningi í tvö ár og ákveðið var að framleiða 12 fimmtíu mínútna langa þætti.

„Við teljum að það sé mikill áhugi hjá kvenkyns áhorfendum á þessum þætti,“ sagði Lorenzo Torraca hjá framleiðanda þáttanna, Verve Media Co.

„Að sjá Rocco  skipta úr því að vera klámstjarna í að vera stjarnan í sjónvarpsþætti sem sýndur er á besta tíma er mjög áhugavert fyrir þann markhóp.“

Auk þess að hjálpa fólki, þá eiga þættirnir líka að vera fyndnir, en Siffredi hefur ekki getað viðrað þann hæfileika sinn í eins miklum mæli þegar hann er að leika í klámmyndum.

Það hefur þó ekki verið auðvelt fyrir Siffredi að komast í sjónvarpsþátt eins og þennan, eins og Variety segir frá. Sjónvarpsauglýsing sem hann lék í árið 2006 fyrir Amica kartöfluflögurnar ruddi þó brautina í átt að nýrri ímynd, en í auglýsingunni var leikið með tvíræðni ítalska orðsins patatina, sem þýðir bæði kartöfluflaga og leggöng.

Auglýsingin sló í gegn, en var fljótlega bönnuð. Hún hefur síðan þá verið í uppáhaldi hjá notendum YouTube myndbandavefjarins. Sjáðu auglýsinguna hér fyrir neðan:

„Aðalstarf mitt er ennþá það saman, að búa til klámmyndir,“ segir leikarinn.

„Ég er ekki að reyna að endurskilgreina mig, ennþá,“ útskýrir Rocco. „Í fyrsta lagi hef ég ekki áhuga á því, og svo er ég samningsbundinn vegna ýmissa verkefna út um allan heim sem ég þarf að sinna.“

Hann segist ánægður með að vera kominn með nýjan áhorfendahóp. „Krakkarnir mínir sáu prufuþáttinn, og ég var mjög ánægður með það, því í meira en 30 ár þá hef ég verið að taka upp dót sem þau mega ekki sjá,“ sagði Siffredi. „Loksins get ég horft með þeim á þætti sem ég leik sjálfur í.“