Ekki meira kynlíf í boði

Þættirnir Masters of Sex, sem sýndir hafa verið hér á landi á RÚV, hafa nú sungið sitt síðasta, en Showtime sjónvarpsstöðin hefur ákveðið að hætta að framleiða þættina. Fjórar þáttaraðir hafa verið gerðar.

masters

Fyrsta þáttaröðin vakti mikla athygli en þær næstu á eftir náðu ekki að fylgja vinsældunum eftir að fullu, þó sú síðasta hafi verið rómuð af gagnrýnendum.

Tilkynning Showtime er birt aðeins nokkrum vikum eftir að fjórðu þáttaröð lauk göngu sinni, en aðalpersónurnar, þær Bill Masters ( Michael Sheen ) og Virginia Johnson ( Lizzie Caplan ) eru þar giftar, en þó er ekki allt í lukkunnar velstandi.

Samkvæmt The Hollywood Reporter þá segja heimildarmenn að framleiðendur og leikarar hafi ákveðið í sameiningu að sagan væri nú komin á leiðarenda, og því hafi ekki verið þrýst á um fleiri þáttaraðir.

Gestaleikarar í fjórðu og síðustu þáttaröðinni voru Danny Jacobs, alvöru hjónin Stephen Root og Romy Rosemont, Niecy Nash, David Walton, The Wire leikarinn Andre Royo, Orange Is the New Black leikarinn Alysia Reiner, auk þeirra Beau Bridges og Sarah Silverman sem hafa leikið í öllum þáttaröðunum.