Kidman fer heim til sín

nicole kidmanÁstralska Hollywoodstjarnan Nicole Kidman ætlar að slást í hópinn með löndum sínum Hugo Weaving og Guy Pearce og leika í Strangeland, ástralskri bíómynd um hjón sem týna börnum sínum á táningsaldri í óbyggðum Ástralíu.

Leikstjóri myndarinnar er Kim Farrant og handrit skrifa Fiona Seres og Michael Kinirons. 

Screen Australia, sem leggur til fjármagn í myndina, lýsti myndinni sem sterkum kandidat sem gæti vakið mikla athygli og náð dreifingu á helstu kvikmyndahátíðum.