Kemst Boulevard ekki í bíó?

Síðasta myndin sem gamanleikarinn og Óskarsverðlaunahafinn Robin Williams lék í áður en hann féll fyrir eigin hendi í ágúst sl., kemur hugsanalega aldrei í bíó.

Good-Will-Hunting-robin-williams-33200332-1748-2659

Prufuklipp af myndinni, sem kallast Boulevard, hlaut góðar viðtökur á Tribeca kvikmyndahátíðinni í New York í vor.

Í myndinni leikur Williams miðaldra kvæntan mann að nafni Nolan Mack, sem á í vandræðum með eigin kynhneigð eftir að hann verður ástfanginn af samkynhneigðum vændiskarli.

En þó að eftirspurn sé sannarlega einhver eftir þessari síðustu mynd stórleikarans, þá hafa framleiðendur átt erfitt með að finna dreifingaraðila sem er til í að taka myndina upp á arma sína, samkvæmt frétt í breska blaðinu The Indipendent. 

Upphaflega átti að hefja sýningar á myndinni í almennum sýningum fyrir nokkrum mánuðum síðan, en þegar ekki náðist að afla fjár til að tryggja dreifinguna, þá var hætt við frumsýninguna.

„Það er mjög sárt, en það er hugsanlegt að Boulevard muni aldrei koma fyrir sjónir almennings,“ sagði heimildarmaður við The Mirror.

„Það hefur reynst erfitt að finna stuðninginn sem er nauðsynlegur til að hægt sé að frumsýna myndina. Leikaraliðið hefur reynt, og sömuleiðis aðrir aðstandendur, en af ýmsum ástæðum lítur þetta frekar ólíklega út.“

Enn er þó ekki búið að útiloka neitt og fjölmiðlafulltrúi Williams heitins, hefur ekki svarað spurningum fjölmiðla.