Keaton í kynlífið

Gamla brýnið, kvikmyndaleikkonan Diane Keaton, hefur ákveðið að söðla um og byrja að leika í sjónvarpsþáttum, en um er að ræða hálftíma þætti á sjónvarpsstöðinni HBO.

Í þáttunum, sem skrifaðir eru af Marti Noxon, leikur Óskarsverðlaunaleikkonan kvenfrelsishetjuna Gloriu Steinem, sem vill auka veg feminisma í samfélaginu með því að setja á laggirnar kynlífstímarit fyrir konur.

Þættirnir eru framleiddir af Grady Twins Prods., sem er framleiðslufyrirtæki nefnt eftir tvíburunum í The Shining, sem Noxon og Dawn Parouse, hafa hleypt af stokkunum. Noxon, Parouse og Keaton eru aðalframleiðendur þáttanna.
„Það hafa mörg vötn runnið til sjávar síðan Kinsey skýrslan; konur eru kynferðislegri núna, kom út,“ sagði Noxon í samtali við Reuters fréttstofuna og átti þar við umdeilda skýrslu Alfred Kinsey sem kom út árið 1953 og hét; „kynlífshegðun kvenskepnunnar“.
Parouse bætti við; „Það virðist vera ný bylting í farvatninu hvað varðar kynímynd kvenna. Konur hegða sér meira á kynferðislegan hátt.“

Noxon hefur gengið með þessa hugmynd að þætti í maganum lengur en hún man sjálf, en hún var 12 ára þegar móðir hennar gerðist róttækur feministi og kom út úr skápnum sem lesbía.
Hún hætti meðal annars að raka á sér fótleggina: „Ég vildi hinsvegar vera stelpa, ég hafði áhuga á karlmönnum, og vildi raka á mér fótleggina,“ sagði Noxon.

Parouse og Noxon segja að Keaton hafi verið fyrsta leikkonan sem þeim datt í hug fyrir hlutverkið. „Það er margt líkt með Diane og Gloria Steinem. Þær ólust báðar upp á sjötta áratugnum, áratug þar sem konur voru að finna sinn stað í hinni kynferðislegu tilveru, og Diane hefur hingað til tekið að sér svipuð hlutverk, eins og til dæmis í myndinni Something’s Gotta Give.