Ef þið skellið ykkur á stórglæsilegu heimasíðu Watchmen-myndarinnar, þá getið þið séð slatta af prófílum fyrir hvern karakter.
Þið smellið á þann karakter sem þið viljið fræðast um, það má eiginlega segja að sér trailer fylgi hverjum og einum. Passið þar af leiðandi að hafa hljóðið í gangi. Þarna má finna haug af áður óséðum skotum. Þið getið einnig lesið um hvern og einn með því að smella á „More“ hjá hverri persónu.
Það er heilmikil viral-markassetning í kringum myndina, enda gerist hún í sínum eigin heimi og hvet ég fólk eindregið til að kynna sér þessi brot sem tengjast kannski ekki beint myndinni sjálfri, heldur heiminum frekar (eins og m.a. Keene Act myndbrotið sem kom út nýlega) sem gefur mikinn bakgrunn á efnið þegar þið sjáið myndina.
Watchmen kemur í íslensk kvikmyndahús þann 13. mars. Heimasíðuna má sjá hér

