Kapteinninn kitlar

Marvel teiknimyndasögufyrirtækið hefur birt kitli-plakat, eða svokallað Teaser poster, fyrir næstu Captain America kvikmynd, Captain America: The Winter Soldier, sem er sú önnur í röðinni.

captain america

 

Eins og sést á plakatinu þá er myndin væntanleg þann 4. apríl á næsta ári.

Fleiri fréttir eru væntanlegar af myndinni á Comi-Con hátíðinni í San Diego í Kaliforníu þann 20. júlí nk.

Með hlutverk í myndinni fara m.a. þau Chris Evans, Scarlett Johansson, Robert Redford og Samuel L. Jackson.

Smelltu hér til að heimsækja Facebook síðu Captain America og hér til að skoða síðu myndarinnar á kvikmyndir.is