Josep Gordon-Levitt er kvennagull í Don Jon

Fyrsta stiklan er komin fyrir fyrstu mynd leikarans Joseph Gordon-Levitt sem leikstjóra. Gordon-Levitt hóf leikferil sinn í sjónvarpi og fetaði sig svo yfir í Hollywoodmyndir eins og Inception, Looper og The Dark Knight Rises. Og nú hefur hann sem sagt lokið við að leikstýra sinni fyrstu mynd, sem heitir Don Jon, og var frumsýnd á Sundance kvikmyndahátíðinni í janúar sl., en verður tekin til almennra sýninga í haust.

don jon

Myndin hefur verið kölluð dramadía, eða dramatísk gamanmynd, og henni lýst sem persónulegri og gamansamri skoðun á kynferðislegri taugaveikun, sem er bæði auðvelt að samsama sig með, og er einlæg, á sama tíma.

Sjáðu stikluna hér fyrir neðan:

Gordon-Levitt skrifar handrit myndarinnar einnig ásamt því að leika aðalhlutverkið, en önnur helstu hlutverk leika Scarlett Johansson, Julianne Moore, Tony Danza, Glenne Headly og Rob Brown, en einnig eru nokkrir þekktir leikarar í gestahlutverkum.

Myndin fjallar um Jon Martell, sem Gordon-Levitt leikur, sem er sterkur, myndarlegur, og gamaldags gæi. Vinir hans kalla hann Don Jon vegna þess hæfileika hans að geta náð sér í nýja stelpu um hverja helgi. Fyrir honum jafnast þó ekkert á við að vera heima og horfa á gamlar og góðar klámmyndir. Barbara Sugarman, sem Scarlett Johansson, leikur, er klár, falleg og venjuleg stúlka sem hefur gömul og góð gildi í heiðri. Hún er alin upp við að horfa á rómantískar Hollywoodmyndir og er staðráðin í að finna draumaprinsinn og ríða með honum á hvítum hesti inn í sólarlagið.

Þau Jon og Barbara þurfa nú að máta sínar eigin langanir og væntingar til hins kynsins við ímyndir nútímans, og reyna að tengjast nánum böndum mitt í þessu öllu.

Myndin verður frumsýnd í bíó 18. október nk. eins og fyrr sagði.