Náðu í appið
Bönnuð innan 16 áraÍ myndinni er sýnd nekt og/eða þar er að finna kynferðislega hegðun eða tilvísanirÍ myndinni er ljótt orðbragð

Don Jon 2013

Frumsýnd: 27. september 2013

Everyone Loves a Happy Ending.

90 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 80% Critics
The Movies database einkunn 66
/100

Við fyrstu sýn virðist Jon Martello vera með allt á hreinu. Hann hugsar afar vel um stæltan líkamann, leggur sig fram við að hafa allt eins og best verður á kosið í íbúðinni sinni, ekur um á draumakagganum, er sannarlega vinur vina sinna, heimsækir fjölskyldu sína reglulega og reynir að halda í heiðri þá kaþólsku siði sem hann var alinn upp við, í von... Lesa meira

Við fyrstu sýn virðist Jon Martello vera með allt á hreinu. Hann hugsar afar vel um stæltan líkamann, leggur sig fram við að hafa allt eins og best verður á kosið í íbúðinni sinni, ekur um á draumakagganum, er sannarlega vinur vina sinna, heimsækir fjölskyldu sína reglulega og reynir að halda í heiðri þá kaþólsku siði sem hann var alinn upp við, í von um að sér verði fyrirgefin feilsporin. Þau feilspor felast annars vegar í því að Don er forfallinn klámfíkill sem líður best með sjálfum sér að horfa á netklám, og hins vegar í því að hann nær sér í nýja stelpu í hverri viku án nokkurra áætlana um að festa ráð sitt og því síður að eignast börn eins og móðir hans vill að hann geri. Dag einn hittir Don hina fögru Barböru Sugarman. Hún er klár, falleg og venjuleg stúlka sem hefur gömul og góð gildi í heiðri. Hún er alin upp við að horfa á rómantískar Hollywoodmyndir og er staðráðin í að finna draumaprinsinn og ríða með honum á hvítum hesti inn í sólarlagið. Hún sem heillar Martello upp úr skónum og í fyrsta skipti á ævinni verður hann ástfanginn upp fyrir haus. Það á hins vegar eftir að reyna verulega á sambandið þegar Barbara kemst að klámfíkn Dons ...... minna

Aðalleikarar

Skrifa gagnrýni
Senda inn

Tengdar fréttir

05.03.2016

The Sandman fær Conjuring handritshöfund

Variety kvikmyndaritið segir frá því að Eric Heisserer hafi verið ráðinn sem handritshöfundur nýrrar myndar sem New Line kvikmyndafyrirtækið er að fara að gera, The Sandman, með Joseph Gordon-Levitt í bæði aðalh...

17.12.2013

Sandman verður loksins að veruleika

Joseph Gordon-Levitt ætlar að framleiða kvikmynd byggða á myndasögum Neil Gaiman, Sandman. Þetta tilkynnti hann á Twitter-síðu sinni. Gordon-Levitt vakti lukku með fyrsta leikstjóraverkefni sínu, Don Jon. Svo gæti fari...

07.10.2013

Prisoners fanga fjöldann

Spennutryllirinn Prisoners, með Hugh Jackaman, Jake Gyllenhaal og Paul Dano fór beint á toppinn á íslenska bíóaðsóknarlistanum nú um helgina og þénaði rúmar 4,6 milljónir króna. Teiknimyndin Turbo landaði öðru sæt...

Svipaðar myndir


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn