Snillingurinn John Cusack ( High Fidelity ) er að fara að leika í myndinni Max, þar sem hann leikur eiganda að listagalleríi sem tekur að sér ungan austurískan málara, Adolf Hitler að nafni. Það verður hinn hugrakki Noah Taylor ( Almost Famous ) sem tekur að sér hlutverk harðstjórans verðandi, en myndinni verður leikstýrt af Menno Meyjes en þetta verður hans leikstjórafrumraun. Hann er þó þekktur handritshöfundur og skrifaði meðal annars handritið að mynd Steven Spielberg, The Color Purple. Myndin verður framleidd af Lions Gate Productions, og tökur hefjast nú í nóvember og fara fram í Ungverjalandi. Í öðrum hlutverkum í myndinni verða Leelee Sobieski ( Eyes Wide Shut ) og Molly Parker ( Wonderland ).

