Náðu í appið
Bönnuð innan 12 áraMyndin getur valdið ótta hjá eða er ógnvekjandi fyrir ung börnMyndin dregur upp mynd af mismunun eða felur í sér efni sem getur hvatt til mismununar

The Color Purple 1985

(Purpuraliturinn)

Fannst ekki á veitum á Íslandi

It's about life. It's about love. It's about us.

154 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 73% Critics
The Movies database einkunn 78
/100
Kvikmyndin var tilnefnd til ellefu Óskarsverðlauna og fimm Golden Globe- verðlauna.

Myndin fjallar um líf Celie, blökkustúlku sem elst upp við bág kjör í upphafi 20. aldarinnar. Í fyrsta skipti sem við sjáum Celie er hún fjórtán ára og ólétt eftir föður sinn. Fylgst er með henni næstu þrjátíu árin í erfiðu lífi hennar. Myndin er gerð eftir skáldsögu Alice Walker.

Aðalleikarar


Þetta er þrusu góð mynd en við hverju á maður að búast frá Steven Spielberg.

Myndin er mjög vel leikinn og myndataka góð.

Að mínu mati er helsti gallinn sá að öðru hvoru verður hún svoldið langdreginn.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Enn eitt meistara stykki frá Steven Spielberg.

Þetta er snilldarverk frá Steven sem er frábærlega leikinn og vel leikstýrt eini gallinn var sá að stundum var hún svoldið langdreginn en annars mjög góð.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Hrífandi og stórfenglegt kvikmyndaverk á flesta vegu. Henni tókst þrátt fyrir glæsileika sinn ekki að tryggja Spielberg óskarinn fyrir leikstjórnina og bestu mynd (hún tapaði fyrir meistaraverkinu Jörð í Afríku "Out of Africa"), en hún var tilnefnd til 11 óskarsverðlauna 1985 en hlaut engin (það er met í gervallri tapsögu Óskarsverðlaunanna). Purpuraliturinn eða "The Color Purple" er byggð á stórkostlegri verðlaunaskáldsögu Alice Walker, um óvægna og miskunnarlausa lífsbaráttu svertingjastelpu í Suðurríkjum Bandaríkjanna sem er óaðfinnanlega leikin af óskarsverðlaunaleikkonunni Whoopi Goldberg. Óvenjulegt efni frá óskarsverðlaunaleikstjóranum Steven Spielberg, sem hér tekur sér frí frá ævintýramyndunum og fæst við alvöru drama. Leikstjórn meistara Spielberg, frábær og glæsileg myndataka og góður leikur allra er aðall þessarar stórfenglegu kvikmyndar sem er afar eftirminnileg í huganum. Whoopi Goldberg hlaut tilnefningu til Óskarsverðlaunanna 1985 fyrir meistaraleik sinn í hlutverki blökkustelpunnar Celie, auk hennar fara þau Danny Glover, Margaret Avery, Laurence Fishbourne hreint á kostum, en senuþjófur myndarinnar fyrir utan Whoopi Goldberg er sjónvarpsþáttaspjalldrottningin Oprah Winfrey sem er afar eftirminnileg í fyrsta kvikmyndahlutverki sínu sem hin skapmikla Sofia og uppskar fyrir stórleik sinn óskarsverðlaunatilnefningu sem besta leikkona í aukahlutverki 1985. Semsagt; heilsteypt og manneskjuleg úttekt að venju frá meistaranum, en undir lokin fer hann einum of í tilfinningavellukjaftæði. Ég læt það ekki spilla fyrir greind minni og gef því myndinni þrjár og hálfa stjörnu (hún er ekki svo langt frá heilum fjórum stjörnum). "The Color Purple" ætti að vera við allra hæfi, en þessi mynd er þess eðlis að þú tekur hana annaðhvort trúanlega í upphafi eða þolir hana alls ekki. Ég horfði á hana með miklum áhuga og hafði gaman af og mæli því eindregið með þessu meistaraverki Spielbergs, bæði við kvikmyndaunnendur almennt og einnig við þá sem eru aðdáendur meistarans rétt eins og ég sjálfur. Ekki missa af henni!!
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Tengdar fréttir

31.12.2020

Stjörnurnar sem kvöddu okkur á árinu

Fjölmargir þekktir einstaklingar víða kvöddu okkur á árinu 2020; fólk sem hafði getið af sér gott orð í listaheiminum. Í hópi þeirra sem létust má nefna tónskáld á heimsmælikvarða, nokkrar skærustu leikko...

17.04.2020

Tökumaður E.T. látinn af völdum COVID-19

Bandaríski kvikmyndatökumaðurinn Allen Daviau er látinn. Hann lést á miðvikudaginn á MPTF spítalanum í Los Angeles, 77 ára að aldri og er dánarorsök sögð vera af völdum COVID-19. Daviau var gífurlega virtur í...

20.07.2016

Syngur með Sandler

Óskarsverðlaunaleikkonan og Grammyverðlaunasöngkonan Jennifer Hudson mun leika í næstu Netflix mynd gamanleikarans Adam Sandler. Myndin, sem heitir Sandy Wexler, og á að gerast á tíunda áratug síðustu aldar, fjallar um San...


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn