Jim Carrey og Ewan McGregor detta í sleik

Ljósmynd úr væntanlegri mynd þeirra Jim Carrey og Ewan McGregor hefur verið birt, og við fyrstu sýn lítur út fyrir að þeir félagar eigi eftir að eiga eitthvað allt annað en platónskt samband.

Myndin ber nafnið I Love You Phillip Morris, en Jim Carrey leikur Steven Russell, giftan glæpamann sem er sendur í fangelsi í Texas. Á meðan á dvöl hans stendur þá verður hann ástfanginn af klefafélaga sínum, Phillip Morris, sem leikinn er af Ewan McGregor. Þegar Morris er látinn laus þá tekst Russell að flýja samtals fjórum sinnum til þess að vera nær ástinni sinni.

Myndin er byggð á sannsögulegum atburðum og er sögð vera rómantísk drama, en með kómísku yfirvafi. Ewan McGregor lýsir þessu best; myndin er samkynhneigð og rómantísk fangelsisdrama. Myndinni er leikstýrt af Glenn Ficarra og John Requa, en saman gerðu þeir síðast myndina Bad Santa.

I Love You Phillip Morris verður frumsýnd í Bandaríkjunum í febrúar á næsta ári.