Jackman vinsælastur á Íslandi

Þó að kappaksturmyndin Rush hafi brunað inn í íslensk bíóhús með látum nú um helgina, nær myndin ekki að velta tveimur efstu myndunum úr sessi, en Prisoners og Turbo halda bæði sínum sætum á íslenska bíóaðsóknarlistanum á milli vikna. Rush náði þriðja sætinu þessa frumsýningarhelgi sína á Íslandi.

Prisoners-Jake-Gyllenhaal-Hugh-Jackman

Prisoners fjallar um Dover-fjölskylduna og Birch-fjölskylduna sem eru nágrannar og vinir sem búa í úthverfi í New York og tilheyra millistéttinni. Hvor hjón fyrir sig eiga tvö börn, þar af tvær sex ára stúlkur. Á þakkargjörðardaginn fer Dover-fjölskyldan í matarboð til Birch-hjónanna og barna þeirra. Eftir mat kemur í ljós að ungu dæturnar tvær eru horfnar og ekki líður á löngu uns fjölskyldurnar átta sig á því að þeim hefur verið rænt. Lögreglan mætir á staðinn undir forystu rannsóknarlögreglumannsins Loka og fær strax vísbendingu um hver það hefur verið sem nam telpurnar á brott. Sá aðili er handtekinn en við rannsókn kemur ekkert í ljós sem bendlar hann við hvarf stúlknanna þótt hegðun hans sé frekar grunsamleg. En sagan er rétt að byrja …

Í fjórða sæti listans er fyrrum toppmynd listans, Aulinn ég 2 og í fimmta sæti, ný á lista, er íslenska myndin Málmhaus, eftir Ragnar Bragason. 

Ein ný mynd til viðbótar er á listanum; La Vie d´adele, eða Blu is the Warmest Color.

Smelltu hér til að sjá hvaða myndir eru í bíó. 

Smelltu hér til að sjá hvaða myndir eru væntanlegar í bíó. 

Hér fyrir neðan eru svo 20 vinsælustu myndir landsins:

listinn