Universal hafa tilkynnt að J.J. Abrams muni leikstýra stórslysamynd sem fjallar um risajarðskjálfta sem skekur jörðina. Enginn annar en David Seltzer mun skrifa handritið, en hann hefur m.a. skrifað handritið að upprunalegu Omen myndinni, sem og endugerð hennar, The Omen, sem kom út árið 2006, en upprunalega myndin kom út árið 1976. J.J. Abrams er hvað helst þekktur fyrir verk sín við gerð Lost þáttaraðarinnar og skrímslamyndina Cloverfield sem sló í gegn fyrr á þessu ári.
Við vitum ekkert um söguþráðinn eins og venjulega þegar J.J. Abrams er annars vegar, en hins vegar hefur verið opinberað að söguþráðurinn mun fjalla meira um sambönd og tilfinningar aðalpersónanna en áður hefur sést í stórslysamyndum.
Ekkert hefur verið sagt með nafn myndarinnar eða áætlaða útgáfudagsetningu, en við munum birta þær upplýsingar strax og fregnir berast.
Mitt álit
Abrams sýndi með Cloverfield að hann getur vel gert stórslysamyndir með góðum árangri, en að mínu mati eru fáir betri en hann ef á gera stórslysamynd sem einblínir meira á persónusamskipti heldur en tæknibrellur. Ekki gleyma því að J.J. Abrams vann við gerð handrits stórslysamyndarinnar Armageddon sem var tekjuhæsta mynd ársins 1998, en hann hafði þó ekki nein afdrifarík áhrif á það.

