Íslenskur hjartsláttur í Sicario

Íslenska tónskáldið Jóhann Jóhannsson er orðin stjarna í Hollywood eftir að hafa fengið tilnefningu til Óskarsverðlauna og Golden Globe verðlaunin fyrir tónlist sína í myndinni The Theory of Everything. Nýjasta verkefni hans er spennumyndin Sicario, með Emily Blunt og Benicio del Toro í aðalhlutverkum, en myndin verður frumsýnd hér á landi á morgun. Leikstjóri er Denis Villeneuve, en Jóhann gerði einnig tónlist við mynd hans Prisoners, eins og frægt er orðið.

sicario_2-620x414

„Ég vildi gera tónlist sem hefði undirliggjandi spennu, eins og hún kæmi innan úr jörðinni, eins og knýjandi púls sem þrýstist upp úr jörðinni, eða hjartsláttur villidýrs sem hamast og er að búa sig undir að ráðast á þig. Ég vildi einnig vekja upp sorg og angurværðina sem tengist landamærunum, girðingunum og harmleiknum í eiturlyfjastríðinu,“ sagði Jóhann við Vice.

Hlustaðu á tónlist Jóhanns hér fyrir neðan og horfðu á myndband af tónlistinni þar fyrir neðan: