Íslenska Hollywoodmyndin Veðmálið

Burt Young, einn af virtuststu kvikmyndaleikurum Bandaríkjanna hefur verið ráðinn til að leika hlutverk í Veðmálinu (The Wager, fyrstu íslensku Hollywoodmyndinni. Burt Young hefur leikið veigamikil hlutverk í nokkrum klassíksum kvikmyndum, þ.a.m. Chinatown með Jack Nicolson, sem var leikstýrt af Roman Polanski og Once Upon a Time in America með Robert De Niro, sem Sergio Leone leikstýrði. Young var tilnefndur til óskarsverðlauna fyrir túlkún sína á Paulie í Rocky árið 1976. Hann hefur einnig verið tilnefndur til Emmyverðlauna og unnið ítölska Gullhnöttinn. Meðal nýrri mynda Youngs er Mickey Blue Eyes með Hugh Grant. Hann lék einnig nýlega á aðalhlutverk á sviði í leikriti sem Al Pacino leikstýrði. Sjónvarpsáhorfendur ættu að kannast við Burt Young sem Bobby Bacala Baccalieri úr The Sopranos.
Meðal annara leikara í Veðmálinu eru Larry Hankin, sem lék Mr. Heckles, hinn mjög svo pirraða nágranna vinana í sjónvarpsþáttaröðinni Friends, Playboy leikfélaginn Priscilla Lee Taylor og Dian Bachar sem lék eitt aðalhlutverkana í mynd South Park drengjanna BASEketball. Aðalhlutverkin í veðmálinu leika Chris Devlin og Kristín Alexandria Gísladóttir sem jafnframt er framleiðandi myndarinnar fyrir hönd Prophecy Pictures. Framleiðandi fyrir hönd Íslensku kvikmyndasamsteypunnar er Friðrik Þór Friðriksson. Þriðji framleiðandi Veðmálsins er Norðmaðurinn Petter Borgli.
Leikstjóri og handritshöfundur er Sigurbjörn Aðalsteinsson Fjöldi Íslendinga gegnir lykilstöðum í kvikmyndinni, m.a. Arnar Þór Þórisson kvikmyndatökumaður, Hálfdán Pedersen, leikmyndahönnuður, Birna Einarsdóttir aðstoðarframleiðandi, Guðrún Einarsdóttir klippari og Atli Örvarsson sem semur tónlist.